10 - 60kW 3 fasar

 

BLUETTI EP2000 fyrir stærri heimili, fyrirtæki og stofnanir,

Vertu með fullt rafmagn þegar aðrir sitja í myrkri.

 

EP2000 er orkukerfi sem hægt er að hlaða frá veitu, rafstöð eða sólarorku.

Kerfin eru samsett af EP2000 áriðlum, HV800 stýringu og B700 rafhlöðum alls <155kWst. (21xB700)

Ath.: Einungis löggiltir rafvirkjar mega tengja búnaðinn og ganga frá vartöflu.

 

Verð frá kr. 1.472.900,- m vsk, (sjá verðskrá neðst á síðunni).

Fáðu tilboð í þína uppsetningu / 3 - 6 vikna afgreiðslufrestur.

 

EP2000 kerfin henta fyrir stærri heimili, lítil og meðalstór fyrirtæki, stofnanir og til sveita þar sem kerfin geta knúið heimili og fjós.

Búið er að setja upp kerfi í kúabúi að Grund í Eyjafirði, sem hefur reynst frábærlega. Nánar um það hér og hér

Bluetti orkukerfið tekur við á sekúntubroti (10 millisek) verði rafmagnslaust og tryggir að ekki verði straumrof hjá neytendum.

 

Við gerum þér tilboð í Bluetti orkukerfið ásamt áætluðum afhendingartíma (venjuleg 3-6 vikur).

Kynntu þér einnig lausnir okkar í sólarsellum og rafstöðvum  ;)

Við erum síðan með rafvirkjameistara á okkar snærum sem getur sett kerfið upp og tengt ef vill. 

 

EP2000 býður upp á að raða saman allt að sjö rafhlöðum við hvern áriðil (turn), sem gefur afkastagetu allt að 20kW (3x6,6kW) og orkugeymslu að 50kWst. 

Síðan er hægt að tengja 3 turneiningar saman og þannig þrefalda aflið eða 60kW (3x(3x6,6kW) og orkugeymslu að 150kWst.

Sjá nánar í töflu hér að neðan.

 

 

 

* BLUETTI EP2000 er með IP65 vottun, sem gerir það ryk- og vatnsvarið.

Til að tryggja öryggi og endingu notar EP2000 LiFePO4 rafhlöðu með 10 ára ábyrgð. 

BMS með Dual Core CPU og DSP tækni tryggir hámarks afköst og skilvirkni.

* Einfalt í uppsetningu og tekur ótrúlega lítið pláss.

* Tengingarkostnaður er hverfandi, tekur jafnan innan við 10 klst.

* Enginn viðhaldskostnaður. Punktur  :)

* Getur einnig nýtt orku frá sólarsellum og rafstöðvum til upphleðslu.

* Stjórnun og eftirlit getur farið fram á skjá, í gegnum Bluetooth eða Wifi

 

 

 

Verðskrá

 

EP2000 + 2 x 700 rafhlöður kr. 1.187.900 án VSK
EP2000 + 3 x 700 rafhlöður kr. 1.533.900 án VSK
EP2000 + 4 x 700 rafhlöður kr. 1.879.900 án VSK
EP2000 + 5 x 700 rafhlöður kr. 2.225.900 án VSK
EP2000 + 6 x 700 rafhlöður Kr. 2.571.900 án VSK
EP2000 + 7 x 700 rafhlöður Kr. 2.917.900 án VSK

Ath. Inn í verðinu er einn EP2000 og HV800 og allur tengibúnaður.

Verðskrá er birt með fyrirvara um villur og verðbreytingar.