6 - 12kW 3 fasar

 

BLUETTI EP600 er 3ja fasa orkukerfi fyrir heimili, minni fyrirtæki og sumarhús.

 

Hægt er að hlaða kerfið með orku frá veitu, með rafstöð og með sólarorku.

 

Verð frá kr. 679.900,-  m.vsk  (1xEP600 + 1xB500) sjá verðskrá neðst á síðunni.

Fáðu tilboð í þína uppsetningu / 3 - 6 vikna afgreiðslufrestur.

 

 

Verði rafmagnslaust tekur Bluetti EP600 orkukerfið við á sekúntubroti (10 millisek) og tryggir að ekki verði rof á straumi.

Kerfið er stækkanlegt frá einni upp í fjórar rafhlöður hver turn og hægt er að tengja saman tvo EP600 turna.

Ath.: Einungis löggiltir rafvirkjar mega tengja búnaðinn og ganga frá vartöflu.

 

Hafðu samband og fáðu tilboð í Bluetti orkukerfi og tryggðu örugga orku á þitt heimili, vinnustað eða sumarhús.

Kynntu þér einnig lausnir okkar í sólarsellum og rafstöðvum  ;)

 

 

Afl sem er sérsniðið að þínum þörfum

 

EP600 býður upp hönnun sem gerir kleift að para allt að fjórar B500 rafhlöður inn á einn EP600 turn, sem gefur

allt að 19,8kWst og hámarksafl upp á 6kW (3fx2kW).

Með tveimur orkubönkum og 2-8 rafhlöðum er hægt að geyma 9,9kWs - 39,6kWs með 12kW hámarksafli (2x(3fx2kW)).

 

* BLUETTI EP600 er með IP65 vottun, sem gerir það ryk- og vatnvarið.

* Kerfið er einfalt að setja upp og koma fyrir í nánast hverju húsi.

* Stjórnun og eftirlit getur farið fram á skjá, í gegnum Bluetooth eða Wifi

* Kerfið getur geymt orku frá rafstöðvum og sólarsellum samhliða orku frá veitu.

* Viðhaldskostnaður er enginn.

 

 

Öruggari hleðsla - lengri ending

 

Til að tryggja öryggi og endingu notar EP600 LiFePO4 rafhlöðu með 10 ára ábyrgð.

BMS með Dual Core CPU og DSP tækni tryggir hámarks afköst og skilvirkni.

 

VERÐSKRÁ

EP600 + 1 x B500 rafhlöður kr.    543.900 án VSK
EP600 + 2 x B500 rafhlöður kr.    838.900 án VSK
EP600 + 3 x B500 rafhlöður kr. 1.134.900 án VSK
EP600 + 4 x B500 rafhlöður kr. 1.429.900 án VSK

 

 

Tækniupplýsingar

 

EP600 (Inntak)

Afkastageta: 6000W
Viðmiðað afl: 6000VA
Inntak: L1/L2/L3/N/PE
Innspenna: 230VAC/400VAC
Leyfilegt spennusvið: 185V~285VAC×3
Viðmiðuð afköst A: 8,7A×3
Hámarks afköst A: 9,1A×3
Rið: 50Hz
Tíðniflökt: 47,5Hz~51,5Hz

EP600 (úttak)

Viðmiðað afl: 6000VA
Útspenna: 230V/400V
Straumur/A: 8,7A×3
Rið: 50Hz
Yfirálagsþol: 9000VA(10s),6600VA(10min)
Vottun: CE, CB, IP65, RCM, UKCA

EP600 (Sólar tengi)

Hámarksafköst sólarsella: 9kWp
Hámarksafköst hvers strengs: 4,5kWp
Fjöldi MPPT tengirása: 2
Fjöldi strengja á hverja rás: 1
Hámarks inntaksspenna: 550VDC
MPPT spennusvið / viðmiðunarspenna: 150V~500V/360V
Hámarks álagsstraumur pr. MPPT rás: 12,5A
Hámarks skammhlaupsstraumur pr. MPPT rás: 15A
MPPT hámarks nýtni: 99,90%
Meðal nýtni: 93,6% 
Vörn: Gegn umpólun, útleiðsluvöktun.

B500 (rafhlaða)

Gerð: LiFePO₄
Rýmd: 4960Wh
Nýtanleg rýmd: 4464Wh
Yfirspennuvörn pr sellu : 3,7V
Undirspennuvörn pr sellu: 2,5V
Hámarks selluspenna: 108,5V
Lágmarks selluspenna: 86,8V
Hámarks innhleðsla:25A
Hámarks afhleðsla: 50A
Vottun: UL9540A, UL1973, UKCA, RCM, PSE, IP65, ICES, FCC, CE, CB