Orkubankarnir frá Bluetti geta tengst sólarsellum beint.
Það þarf því enga hleðslustýringu svo fremi að afl og innspenna séu innan marka bankans.
Flestum bönkum fylgja tengiskott með sólarsellutengjum (MC4) sem tengjast sellunum beint.
Síðan er bara að halla sellunni á móti sól og horfa á orkuna streyma í bankann á skjánum.
Við bjóðum upp á 3 gerðir samanbrjótanlegra sólarsella frá Bluetti; 120, 200 og 350W
Einnig erum við með EFTE spjaldsellur sem henta t.d. að geyma undir dýnu á milli ferðalaga.
Þær eru 60, 160, og 180W.
Að lokum má nefna 130W töskuselluna frá Carbest, sem hefur reynst svo frábærlega.
þar eru tveir hlutar sem lokast í tösku. Alvöru glersella sem hentar vel í ferðalagið.
Verð frá 22.000,-