Sólarsellur, lausar

 

Lausar sólarsellur eru notaðar eftir þörfum en eru ekki sítengdar.

Það getur hentað við t.d. rafmagnsgirðingar, tjaldvagna, síma og aðra tilfallandi hleðslu rafgeyma.

Þær eru með tengi sem gengur í flesta rafbanka, sem oftast eru þá með eigin hleðslustýringu.

Ef þær eru notaðar við rafkerfi húsvagna þarf að bæta við hleðslustýringu s.s. MPPT 10A

 

Lausar sellur hlaða yfirleitt meira en fastar, vegna þess að þeim er snúið beint upp í sólina.

100W laus sella getur því afkastað meira en 300W föst sella á 12 klst.

 

Við bjóðum upp á 2 gerðir; 100W og 130W.

Uppgefin mál eru á opinni tösku, sellu í notkun.

Geymslumál eru þá ýmist hálf eða tvöföld stærð.

 

Taska 100W / 615x550x32 / 4,5kg  Kr. 66.950,-
Taska 130W / 1193x635x25 / 7,5kg   Kr. 87.750,-

 

7W farangurs-sellan hentar til þess að hlaða síma og annan smábúnað í ferðalaginu.

Hún pakkast með farangri og er tekin fram eftir þörfum.

Mál 350x900 - 350x65, þyngd 1,5kg.

 

Vörunr. SP7W   kr. 33.490,-