Áriðlar ásamt rafgeymum henta sem aflgjafi og varaafl fyrir smærri notendur.
Einfaldast er að nota búnaðinn fyrir 1 fasa og þá gjarnan 1-5/15kW.
Victron Energy standa fremst í þessum búnaði og hafa gert s.l. 25 ár.
Lausnin er algeng um borð í skipum og bátum, húsvögnum og -bílum ásamt minni sumarhúsum.
Búnaðurinn hentar best þar sem öflugir neyslurafgeymar eru fyrir eða þar sem einfalt er að bæta þeim við.
Áriðlar eins og MultiPlus, Quattro eða Easy Solar frá Victron Energy eru sniðnir fyrir þessa notkun.
Þá hleðst rafgeymabanki frá rafstöð, veitu eða sólarsellum og skiptir sjálfkrafa á milli aflgjafa eftir þörfum.
Minni gerðir áriðla s.s. Phoenix eru svo oft notaðar fyrir tölvur o.fl í bílum og bátum og tengjast þá jafnvel beint á startgeyma.
Kynntu þér allar gerðir áriðla Victron Energy með því að smella hér.
Kynntu þér einnig úrval okkar af rafgeymum og rafstöðvum ;)

