Snjóhreinsun þarf ekki að vera erfið og sársaukafull.
Hjólaðu í snjóinn með Snjóla og gefðu bakverkjunum frí.
Stattu uppréttur, því þú stillir hæð á handfangi eins og þér hentar.
Blaðið sjálft er úr stönsuðu ryðfríu stáli og með stillanlegum hliðarskurði.
Skerinn á stálblaðinu er með slitþolnu Polypropelene sem lágmarkar yfirborðsmótstöðu.
Hægt er að fá Snjóla samsettan eða ósamsettan í flatpakka.
Snjóli er hrávara frá Kína og inniheldur pakkinn alla íhluti sem þarf til samsetningar en engin verkfæri.
Hrávara þýðir að íhlutir eru grófunnir og þarf oft að "fínisera" þá fyrir eða við samsetningu.
Þeir sem eiga verkfæri og eru vanir að laga hluti fara mjög létt með samsetningu enda fylgja leiðbeiningar á íslensku.
Við sendum Snjóla eingöngu ósamsettan í pósti og er pakkinn 12kg og 750 x 380 x 165mm.
Reikna má með því að samsetning taki allt að 1 klst.
Snjóli FP | ósamsett | 39.900,- |
Snjóli SS | Samsett | 54.900,- |