Um hleðsludeila og -stýringar


 Hleðsludeilar eru rafbúnaður sem deilir hleðslustraum frá t.d. alternator inn á tvö eða fleirri rafgeymakerfi, ýmist sjálfvirkt eða með stýristraum frá t.d. hleðslustýringu, alternator, sviss eða rofa. Deilarnir sjá jafnframt um að halda rafkerfunum aðskildum svo notandi geti einungis tekið rafmagn af því kerfi sem hann er tengdur nema þess sé óskað.

Algengast er að nota alsjálfvirkan búnað, segulrofa með örgjörva eða díóðudeila.

Sumum deilunum s.s. frá Blue Sea Systems er einnig hægt að fjarstýra með þar til gerðum rofum.

BMS hleðslustýringar stjórna hleðslu og afhleðslu Lithium rafgeyma (LIFePO4 / LFP) og taka mið af spennu, straum og hitastigi rafgeymis.

Þau kerfi nýta gjarnan helðsludeila (Cyrix Li) og rafgeymavöktun (Battery Protect).