BMS rafgeymastýringar

 

 BMS stendur fyrir "Battery Management System" og er hlutverk stýringanna að stjórna út- og innstreyma rafmangs til rafgeyma, einkum Lithium (s.s. LIFePO4) rafgeyma.

Lithium rafgeymar hafa litla innri mótstöðu sem þýðir að straumur rafmagns er nánast óheftur, sem getur valdið skemmdum / ofhitnun á rafgeymum og hleðslubúnaði s.s. rofum, lögnum og alternator. Búnaðurinn getur stýrt hita með því að takmara straumflæði í rafkerfi.

 

BMS-Smart er svo með upplýsingagjöf og stillimöguleika sem oft er hægt að nýta með stafrænni stillingu, VE Bus eða bluetooth aðgengi.

Þannig rafgeymasett er eingöngu hægt að hlaða með smart-charge rafgeymahleðslu  með Lithium valstillingu s.s. IP65.

Sumir rafgeymar eru með BMS innbyggt og heita þá oft "-Pack" eða "Smart" s.s. Lithium Smart eða Lithium SuperPack frá Victron Energy.

  

Small BMS með viðvörun.   

Einföld og ódýr stýring án VE.Bus og því ekki hægt að nota við stærstu gerðir áriðla en nýtist ágætlega til hleðslu Lithium rafgeyma s.s frá sólarsellum, hleðslustöð eða alternator en notar þá gjarnar Cyrix Li 120A eða 230A hleðsludeila fyrir hleðslustraum.

Sækja upplýsingar á pdf.

 

BMS VE.BUS

 Stýring sem verndar og hleður hverja sellu í Victron lithium-iron-phosphate (LiFePO4 eða LFP) rafgeymi en þær þarf að vernda gagnvart háspennu, lágspennu og fyrir ofhitnun. LFP rafgeymar sem tengjast BMS VE.Bus eru því með sjálfvirka spennujöfnun og hitastýringu.

Stýringin notast gjarnan með hleðsludeili Cyrix-Li-ct og battery protect 65 - 200A.

BMS VE.BUS hentar við stærri gerðir áriðla og rafkerfi sem tengist upplýsingaskjá og vefþjóni.

Sækja upplýsingar á pdf

 

BMS 12-200

Hentar í allar gerðir rafkerfa í bílum og bátum með LFP lithium neyslurafgeyma sem tengjast 12V alternator og startgeymi. 

Stýringin stjórnar hleðslustraum, tengingu rafgeyma og spennustýringu ásamt því að vernda hverja rafgeymasellu fyrir sig og tengja eða aftengja alternator eftir spennu og hita innan rafgeymisins.

BMS 12-200 er einnig með innbyggðum rofa sem hægt er að virkja úr t.d. mælaborði.

Sækja upplýsingar á pdf

 

Smart BMS CL 100/200A

Sérhannaðar Smart stýringar fyrir 12V rafkerfi með 12V alternator og Lithium Smart neyslu-rafgeyma i bílum og bátum. Stýringarnar tengjast rafgeymi og lesa og stjórna hverri sellu innan rafgeymisins. Þær minnka álag, inn- og/eða útstreymi eftir stöðu rafgeymis. Þær bregðast því við háspennu, lágspennu og hita rafgeymis. Alternator-tengi á stýringu er einstreymis tengi og stýranlegt hvað varðar straum og spennu inn á rafgeymi. Kerfið getur því tengst öllum gerðum startrafgeyma og alternatora. Eftirlit og stillingar gerast í gegnum VE.Bus og/eða Bluetooth.

CL Smart 100 upplýsingar á pdf

Smart BMS 12/200 upplýsingar á pdf

 

Lynx Smart BMS

Sérhönnuð stýring til notkunar samhliða Victron Lithium Smart rafgeymum.

Hægt er að nota aðrar stýringar við þá rafgeyma en Lynx stýringin býður upp á mun fleirri kosti og heildar lausnir.

Lynx Smart BMS er einnig hluti Lynx línunar frá Victron Energy og því fellur vel að henni.

Helstu kostir Lynx Smart BMS  eru:

  • Innbyggður 500A tengi/rofi, sem nýtist sem útsláttaröryggi og mögulega sem fjarstýrður höfuðrofi.
  • Battery monitor, sem upplýsir um spennu og hlutfallsstöðu rafgeyma o.fl.
  • Viðvörun vegna væntanlegs neyðarrofs vegna t.d. lágrar stöðu rafgeymasellu.
  • Bluetooth til notkunar með VictronConnect App, við uppsetningu og eftirlit.
  • Eftirlit og net-fjarstýring með Victron GX búnaði, s.s. Cerbo GX

Sækja frekari upplýsingar á pdf