Hvaða gerð hentar þér?

 

Victron Energy framleiða margar gerðir áriðla fyrir hina ýmsu notkun.

Vörurnar frá þeim hafa staðið einna fremst hvað varðar tækni, gæði og hagstæð verð.

Áriðlarnir framleiða allir hreina sínus-bylgju og seljast flestir með 5 ára skilyrtri ábyrgð.

Kynnið ykkur gerðirnar hér að neðan og skoðið síðan hvern flokk fyrir sig með því að smella á heitin (rauð).

Við aðstoðum síða við að útfæra ykkar hugmynd og finnum rétta tækið fyrir ykkur.

Munið þó að áriðillinn tekur afl af rafgeymi, og takmarkast afköstin af stærð hans.

 

                Gerðir áriðla (invertera) frá Victron Enegy eru þessir helstir:

 

Phoenix; 5 megin gerðir, einfaldir og ódýrir áriðlar í einfalda uppsetningu, 250 - 5000W.

                Henta vel í ferðalagið fyrir rafmagnshjól, dróna, svefnvélar, myndavélar og jafnvel kaffikönnu.

                Flestar gerðirnar geta tengst snjallbúnaði í gegnum Blutooth og VE-Direct netkerfi.

                DC-AC án innhleðslu, Bara hrátt afl, beint í kapalinn. 1 rás inn og 1 út. (1+1)

                Phoenix áriðlar eru ekki með innbyggðan stofnskipti á landtengingu en hægt er að tengja

                þá við lausa stofnskipta sem hægt er að skoða hér.

                

 

MultiPlus; 5 megin gerðir, 500 - 5000VA með 15 - 150A innhleðslu, 12 eða 24V DC.

                 Henta vel í stærri rafkerfi s.s í ferðavögnum, sumarhúsum og bátum.

                Ætlaðir sem aflgjafi sem jafnframt getur hlaðið upp rafgeymabanka frá landtengingu og

                miðlað orku til notanda frá rafgeymum og landtenginu eða rafstöð.

                 Hægt er að stilla afltöku frá t.d. rafstöð og miðlar áriðillinn þá umframorkuþörf frá rafgeymasetti.

                 MultiPlus er kjörinn sem vara-aflgjafi fyrir öryggisbúnað, tölvur, kæla og þ. h. í rafmagnleysi.

                 Flestar gerðirnar geta tengst snjallbúnaði í gegnum Blutooth og VE-Direct netkerfi.

                 Áriðlar sem henta alls staðar sem þörf er á hámarks afköstum við misgóðar aðstæður.

                 Öflug innhleðsla sem tryggir hámarks endingu rafgeyma. 2 rásir inn og 1 út.  (2+1)

 

EasySolar; Sambyggð eining með áriðli, hleðslustöð, sólarstýringu, vartöflu og stofnskipti fyrir rafstöð eða jarðstreng.

                Tilvalin lausn fyrir lítil sumarhús, vinnuskúra, fjallaskála ofl sem nota sólarsellur til orkuöflunar og rafstöð til vara.

                EasySolar hleður rafgeyma hvort sem er fá sólarsellum eða rafstöð og breytir jafnspennu rafgeyma í 220V húsarafmagn.

                Inbyggð vartafla með 4 stofnum út, 3 frá áriðli (minni notendur) og 1 frá rafstöð fyrir stærri notendur.

 

Quattro; Öflugir áriðlar, 3 - 15KVA, sem henta þar sem stopult eða lítið rafmagn er að fá og/eða notað er varaafl frá rafstöð.

               Quattro hentar einstakleg vel sem orkumiðlun fyrir orkufrekan búnað þar sem flutningskerfi að notanda er ekki

               starfinu vaxið. Hægt er að hliðtengja marga Quattro til þess að auka afköst og vinna þeir þá saman sem ein heild

               hvort sem er á 1 fasa eða 3.

               Einnig hentar búnaðurinn sem varaaflgjafi ásamt rafgeymabanka, þar sem rafmagn er óöruggt og/eða óstöðugt.

                Áriðillinn hleður upp rafgeymabanka þegar rafmagns nýtur, sem hann síðan notar þess á milli til þess að

                tryggja hnökralausa notkun.   Skipting er svo hröð að tölvubúnaður, klukkur og annað helst inni.

                Flestar gerðir geta tengst snjallbúnaði í gegnum Blutooth og VE-Direct netkerfi, og þannig hægt að stilla öll gildi.

                Quattro getur ræst rafstöð sjálfvirkt þegar rafgeymabanki hefur náð ákveðnu gildi í ákveðinn tíma eða þegar orkuþörf

                fer yfir ákveðin gildi. Áriðillinn drepur síðan á rafstöðinn þegar ákveðnu gildi er náð.

 

             3 inntengingar ; landkapall. rafstöð, rafgeymabanki

             2 úttengingar ; Stofn 1; keyrt af rafgeymabanka og/eða rafstöð. Fyrir notendur með forgang.

                                    Stofn 2 ;keyrt af landkapli / rafstöð. Fyrir straumfreka víkjandi notendur.

 

         Hægt er að stilla Quattro á fjölda vegu, s.s. hversu mikið hann notar af rafstöðinni og miðlar áriðillinn þá

        rafmagni með því að taka af rafgeymasetti á álagspunktum, en skilar því svo til baka þegar álag minnkar.

        Þannig getur lítil rafstöð oft gefið mikið afl í stuttan tíma; 850w rafstöð getur t.d.  auðveldlega gefið yfir

        5000w með miðlun í gegnum Quattro