Mini áriðlar 12V

 

Minnsta gerð áriðla með tengi fyrir sígarettukveikjara.

Þeir henta til þess að hlaða ýmsan búnað s.s. tölvur, myndavélar, dróna ofl.

 

Athuga þarf að 12V tengi í bílum eru oft ekki fyrir meira afl en 120W og takmarkast því getan af því.

Við meira álag getur öryggi farið eða/og myndast sambandsleysi með tilheyrandi hitamyndun og spennufalli.

Ef orkuþörf er yfir 180W þarf að gera sérstaka ráðstafanir varðandi tengingu.

 

Hægt er að fá áriðlana með mótaðri sínusbylgju (MSW) eða hreinni (PSW).

Mótuð sínusbylgja hentar til þess að hlaða rafhlöður en ekki til þess að keyra tölvubúnað beint.

Sínusbylgja hentar hins vegar til allra nota innan afkastamarka.

Báðar gerðir eru með tengla fyrir 220V og USB.

 

  Gerð / bylgja

 

    Afl meðal / max

 

     Verð 

 

Carbest / MSW   12V - 200 / 250W Kr. 10.350,- 
Dometic / PSW   12V - 150 / 170W Kr. 45.100,-