Þegar framleiðendur rafbúnaðar s.s. Victron Energy gefa upp ráðlagðan
sverleika á köplum miða þeir við fínofinn koparkapal með hámarks afkastagetu.
Á markaði og vefverslunum s.s. Amazon eru hins vegar alls konar gerðir í boði.
Álkaplar, með eða án koparhúðunar, eru t.d. mun ódýrari og freistast margir
til þess að kaupa þá í stað kopars.
Hafa þarf þá í huga að álkaplar þurfa að vera mun sverari fyrir sama flutning.
Álkaplar flytja um 40% minni straum en kopar og viðnámið í þeim er allt að 2-falt á við fínofinn kopar. Fyrir 35q fínofinn koparkapal þarf að lágmarki 50q álkapal til þess að flytja jafn mikið. |
Til þess að lækka verðin enn frekar eru álkaplar oft einangraðir með plastkápu
sem er stíf og óþægileg í meðförum, sérstaklega í kuldum og springur þá gjarnan.
Fínofinn koparkapall með FLEX einangurnarkápu er hins vegar alltaf mjúkurur og sveigjanlegur.
Oft eru koparhúðaðir álkaplar seldir sem kopar.
Ef þeir eru léttir, stífir og grófofnir eru þeir líklegast úr áli.
Kapaltengi/augatengi eru oftast úr kopar og oft tinhúðuð.
Ef notaðir eru álkaplar skal ekki nota augatengi úr kopar.
Málmarnir eru með mismunandi leiðni og þanstuðul þegar þeir hitna.
Álkapall vill því losna í kopartengi með spennufalli og hitamyndun.
Ef álkapall/-vír er notaður skal nota tengi úr áli - engu öðru.