Dekalin lím og þéttiefni


 Dekalin framleiðir þéttiefni, fylla og lím fyrir flesta framleiðendur húsbíla og hjólhýsa í Evrópu.

 Flest þeirra eru MS-Polymer efni en ekki Polyuretan og því mun sterkari og endingabetri en mörg önnur þéttiefni og lím á markaðnum, enda sérstaklega ætluð fagmönnum til framleiðslu og viðhalds húsvagna.

 Dekalin-efnin standa nú viðskiptavinum okkar til boða, sem gerir þeim kleift að gera við og þjónusta húsbíla og vagna þannig að þeir haldi upphaflegum styrk og endingu. 

Hægt er að skoða gerðir og verð með því að smella hér.