Í stærri uppsetningum eru tilboð oftast unnin í samvinnu við erlenda birgja.
Þeir koma þá að verkinu beint eða óbeint ásamt innlendum samstarfsaðilum.
Eingöngu fagmenn koma að uppsetningu og tengingu s.s. löggiltir rafvirkjar.
Afskaplega mikilvægt er að valinn sé viðurkenndur búnaður og að bakland sé sterkt.
Uppsetning, tengingar, umhirða, viðbætur og viðhald markast af þeim grunnbúnaði, sem valinn er í upphafi.
Við státum okkur af merkjum eins og Bauer Solar, Victron Energy, Van Der Valk, Bluetti og Eclectic Energy.
Allt viðurkennd og virt merki í grænni orku, sem notuð eru um allan heim.
Reynsla starfsmanna Rótors spannar marga áratugi, sem tryggir þér ábyrgar og traustar lausnir.
Verið í sambandi við Rótor ehf í s. 555 4900 eða rotor@rotor.is varðandi frekari upplýsingar.