Vefverslun / skilmálar

 

 

SKILMÁLAR VEFVERSLUNAR  rotor.is

 

Eigandi: Rótor ehf, kt 570811-0290

              Bæjarlind 6, 201 Kópavogi

              S 5554900 / e-m rotor@rotor.is

 

 

ALMENN ÁKVÆÐI

Litið er svo á að viðskiptavinur sem stofnar pöntun hafi lesið þessa skilmála og sé þeim samþyggur.

Rótor ehf mun kappkosta að hafa allar vöruupplýsingar réttar og uppfærðar reglulega.

Ef upp kemur misræmi á verðupplýsingum á milli vefsíðu og vefverslunar, gilda verð í vefverslun með fyrirvara um prentvillur og kerfisvillur.

Öll uppgefin verð eru með virðisaukaskatti en verð og vöruframboð getur breyst án fyrirvara.

Viðskiptavinur skal við móttöku vöru ganga úr skugga um að hún sé í samræmi við vörureikning og pöntun.

 

 

 

AFHENDING VÖRU

Pantanir eru alla jafna afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag eftir pöntun. Á álagstímum má þó reikna með lengri afgreiðslutíma þó allt sé gert til þess að forðast tafir.  Sé varan ekki til á lager eða ranglega merkt mun starfsmaður hafa samband við viðskiptavin varðandi leiðréttingu og hugsanlegar lausnir. Vara sem ekki er sótt í verslun er send með Íslandspósti eða landflutningum og ef ekki er beðið um annað er vara send í pósthús eða vöruafgreiðslu í heimabæ viðskiptavinar sé sá kostur í boði. Afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar flutningsaðila gilda um allar vörur fluttar af þeim. Rótor ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í flutningi eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá verslun til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda/flutningsaðila.

 

 

SENDINGARKOSTNAÐUR

Vara sem ekki er sótt í verslun er öllu jafna send með Íslandspósti nema um annað sé beðið og þá send í pósthús í heimabæ viðskiptavinar ef sá kostur er í boði. Rótor ehf sér um að koma vöru í póst en kostnaður umfram það er viðskiptavinar að greiða. Viðskiptavinur greiðir flutningskostnað við afhendingu vöru beint til flutningsaðila.

Kjósi viðskiptavinur að vara sé flutt með landflutningum þarf hann að greiða sérstaklega fyrir akstur með vöru á flutningamiðstöð ásamt skjalagerð. Flutningskostnað greiðir viðskiptavinur síðan við móttöku vöru í vöruafgreiðslu í sinni heimabyggð.

 

 

GREIÐSLUMÁTAR 

Í vefverslun Rótors er hægt að greiða með bankamillifærslu, með kröfu í heimabanka,  kreditkortum frá VISA og MasterCard eða Debitkortum VISA Electron og Maestro í gegnum greiðslugátt hjá Valitor.

 

 

SKIL OG SKIPTI Á VÖRU

14 daga skilaréttur er á vörum sem keyptar hafa verið í vefverslunum Rótors talið frá þeim tíma þegar kaupandi fær vöruna í hendur.. Ef vöru er skilað óskemmdri ásamt umbúðum og vörureikningi er hún endurgreidd eftir að hafa verið skoðuð af starfsmönnum Rótors ehf. Verðrýrnun vegna skemmda á vöru eða umbúðum fyrir skil skal vera á kostnað viðskiptavinar. Gallaðri vöru er hægt að fá skilað gegn nýrri og greiðir Rótor ehf flutningskostnað í því tilfelli, annars greiðir viðskiptavinur allan flutningskostnað við skil vöru.  Við endurgreiðslu á vöru skal miðað við upprunalegt verð hennar að frádreginni rýrnun vegna skemmda vöru eða umbúða umfram eðlilega skoðun og sami greiðslumiðill notaður og við kaup. 

 

 

GÖLLUÐ VARA  

Gildistími ábyrgða vegna galla á vöru er 2 ár frá móttöku hennar og skal henni framvísað í verslun Rótors ásamt vörureikningi. Starfsmenn Rótors meta hvort hægt sé að gera við vöruna, henni skipt út fyrir nýja, varan pöntuð að nýju sé hún ekki til eða hún endurgreidd. 

Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

 

 

ÖRYGGISSKILMÁLAR

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila nema að viðskiptavinur sé uppvís að sviksamlegu athæfi, og mun þá Rótor ehf aðstoða lögreglu við úrlausn málsins og leggja fram hverjar þær upplýsingar sem að gagni mega koma. Um skilmála þessa gilda annars ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 46/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 hefjast þegar móttaka vöru á sér stað.

IP tala viðskiptavina er skráð við greiðslu vörupöntunar. Þær upplýsingar ásamt persónuupplýsingum og upplýsingum um vörukaup gætu verið notaðar í tengslum við lögreglurannsókn vakni grunur um sviksemi eða misnotkun greiðslukorta.

 

 

LÖG OG VARNARÞING

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Lög um neytendakaup
Lög um samningsgerð
Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu
Lögræðislög
Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

   
Kópavogi 07.12.2021.  Rótor ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogi, S 5554900, https://rotor.is, kt 570811-0290, vsk nr IS-126968
.
.