GEL rafgeymar

 

               Í græna rafgeymabankann 

 

Gel rafgeymar henta vel þar sem hlaðið er inn á þá með sérstilltum hleðslustöðvum,  sólar- eða vindorku.

Þeir henta hins vegar illa þar sem hlaðið er inn á það með alternatorum, þar sem spenna fer ítrekað yfir 14,5V.

Helst eru þeir notaðir í sumarhúsum, við vara-aflgjafa, eða mælitæki hvers konar.

Gel rafgeymar henta hins vegar síður í húsbíla eða önnur farartæki enda þola þeir illa hitabreytingar og falla verulega í kulda.

Þar henta betur AGM eða AGM SC rafgeymar.

Með réttri notkun er áætlaður líftími GEL Deep cycle rafgeyma er 10-12 ár.

Gel rafgeymarnir frá Victron eru ekki lagervara, heldur pantaðir fyrir hvern og einn.

 

      Hægt er að sækja frekari upplýsingar um GEL og AGM rafgeyma frá Victron Energy með því að smella hér.