Raforka


Rafmagn fyrir sjálfbær sumarhús er oftast fengið frá sólar- og/eða vindorku sem hlaða inn á 12 eða 24V rafgeymasett og svo rafstöð (220V) til þess að grípa í ef upp á vantar. 

Orkan frá rafgeymunum er þá ýmist notuð beint (12V) og/eða í gegnum áriðil, sem breytir rafgeymaspennunni í 220V.

Fyrir sumarnotkun eingöngu, nægir yfirleitt að vera með sólarsellur og kannski litla rafstöð sem plan B.

Fyrir heils árs bústaði þarf helst að bæta við vindorku, þar sem það er hægt ásamt stærri rafstöð.


Rafmagn af rafgeymum hentar ekki að nota til kyndingar eða eldunar nema óbeint, þ.e. hitagjafinn er þá t.d. gas eða olía en stjórnað af rafmagni frá rafgeymabanka.

Öflugur rafgeymabanki getur þó yfirleitt annað mikilli straumgjöf í stuttan tíma s.s. fyrir örbylgjuofn og/eða kaffikönnu. Það er þá yfirleitt gert í gegnum áriðil s.s.MultiPlus frá Victron Energy, sjá hér. 

 

Sjá nánar um græna orkukosti okkar í "Sólar- og vindorka"

Einnig er hægt er að skoða bækling um þessa tækni frá Victron Energy með því að smella hér.