Vatnshitarar 220V

 

Fyrir báta og ferðabíla bjóðum við upp á einstaklega vandaða vatnshitara sem nota 220V en einnig heitt kælivatn (mettað).
 Stiglaus stilling á hitastigi 45 - 90°C (220V).
 Á flestum fylgir jafnframt blandari h/k, sem hámarkar geymslu heits vatns. Hitararnir geta hvort sem er staðið láréttir eða lóðréttir. 

Athugið að við seljum sérútgáfu af Basic 75 (75L) með 2000W elementi, sem gerir kleift að tengja hann við ofna/geislahitun minni húsa samhliða vatnshitun í gegnum auka spíral sem í honum er.