Wallas 26CC / 40CC


 Olíuofnarnir frá Wallas, Finnlandi eru sérhannaðir fyrir sumarhús og heils árs bústaði og ganga á dísilolíu, ljósaolíu eða steinolíu.
 Ofnarnir nota 12V rafmagn til að stýra hitun, gjarnan frá sólarsellu og/eða vindrafal.
 Þeir fást í tveimur stærðum 2,6 og 4Kw og fara vel á gólfi, engu líkari en stórum hátalara frá hljómtækjasamstæðu.

 Dæmigert sett samanstendur af ofni, reykröri, hitahlíf(úti), hitastilli (termostati) og jafnvel GSM stýringu (sími eða spjaldtölva m snertiskjá). 

Skoðið bækling á ensku með því að smella á tengið neðst á síðunni eða  upplýsingar um þína gerð með því að smella á viðkomandi hlekk hér að neðan.