Kynning


 Framboð okkar á vörum fyrir sjálfbær sumarhús er orðið einstaklega fjölbreytt og eykst stöðugt. Nýjasta viðbótin eru þurrsalernin frá Separett, Svíþjóð, sem gera rotþrær ónauðsynlegar.  

 Við sérhæfum okkur í lausnum fyrir hús og bústaði sem fá rafmagn frá vind- og /eða sólarorku og nota gjarnan ljósavélar sem varaafl og eru þannig
alveg sjálfbær með allt rafmagn. 

Þegar við bætist eigið vatns-, hita- og gaskerfi er enginn vandi að láta fara vel um sig í sveitasælunni.