Um hleðslutæki og -stöðvar

 

 Hleðslustöðvar eru hleðslubúnaður fyrir rafkerfi og rafgeyma húsbíla, vagna, vinnuvéla og báta og verða virkar þegar notandi tengist 220V.

Hleðslustöð er ekki venjulegt hleðslutæki því þær halda uppi notkunarspennu á vagni/bíl/bát um leið og þær hlaða rafgeyma á þann hátt að hámarksendingu sé náð, með því að hvíla geyma á milli hleðsla.

Hægt er að nota þær til innbyggingar í hvers konar farartæki eða laus, sem hleðslutæki fyrir rafgeyma með vöktun.

Stöðvarnar eru til í fjölda gerða , bæði 6, 12 og 24V.

Einnig eigum við vaktara fyrir rafgeyma 0,8/4A fyrir alla rafgeyma frá 8 -165Ast.

Hleðslutækin okkar frá Dometic / Waeco eru löngu búin að sanna sig.

Þau henta hvort sem er á verkstæðið eða skúrinn.

Þau eru sjálfvirk og fara sjálfkrafa í biðstöðu / vöktun þegar rafgeymir er fullhlaðinn.

 

Skoðið úrvalið á síðunni og verið í sambandi við verslun varðandi þína lausn, nýjustu gerðir og verð.