Fréttir af netverslun

 

Verið er að vinna í að koma upp netverslun á síðunni.

Þetta hefur tekið meiri tíma en til stóð, aðallega vegna þess að verið var að sníða útfærsluna að gömlu góðu síðunni sem allir þekkja.

Nú er þó hægt er að kaupa rafstöðvarnar okkar og AGM rafgeyma í gegnum síðuna og greiða með millifærslu í banka.

Á næstunni kemur síðan greiðslugátt fyrir greiðslukort og svo bætast við vörur og greiðslumöguleikar, koll af kolli

 

Við biðjumst velvirðingar ef ekki gengur allt eins og smurt en okkur þætti vænt um að heyra af því svo hægt sé að laga það.

 

Þið getið enn pantað vörur og greitt í gegnum síma á opnunartíma verslunar eins og áður

- eða sent inn pöntun á rotor@rotor.is ásamt síma og kennitölu greiðanda og stofnast þá krafa í heimabanka.

Ef vara er ekki til á lager eða einhver breyting, hringjum við í ykkur.

 

Við ökum síðan öllum sendingum frítt í póst.

Til annarra aðila s.s. Flytjanda eða Landflutningum kostar aukalega kr. 4.300,- fyrir akstur og skjalagerð.